Um okkur
Frábær matur með góðu fólki
Roð er lítið fjölskyldurekið fyrirtæki og hjá okkur er matur það sem dregur fjölskylduna saman. Maturinn er miðjan við öll tilefni, bæði stór og smá, og okkur þykir ekkert skemmtilegra en að borða góðan mat með fjölskyldu og vinum.
Við viljum gjarnan hjálpa ykkur að upplifa það sama, að borða góðan mat umkringd góðu fólki. Við reddum matnum og þið fólkinu.


Arnar Sigurðsson
Arnar sem sér um matargerðina hjá okkur ólst upp á Húsavík þar sem hann 16 ára gamall byrjaði að vinna í eldhúsinu á Gamla Bauk. Þar fann hann strax fyrir brennandi áhuga á mat og matargerð og síðan þá hefur hann starfað í mörgum eldhúsum, lengst á Café Rosenberg í Reykjavík og á Gamla Kaupfélaginu á Akranesi.
ā
Arnar eldar líka heima hjá sér þegar hann er ekki í vinnunni. Það segir allt sem segja þarf.
